Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt þrítugan karlmann í 100 þúsund króna sekt fyrir að klippa með vírklippum á tveimur stöðum á girðingarnet sunnan við fangelsið á Litla-Hrauni.
Ekki kemur fram hvað manninum gekk til en þegar hann var handtekinn í byrjun mars á þessu ári sagðist hann ekki muna neitt eftir atvikinu og gæti því ekki útskýrt ástæðu þess að hann klippti á girðinguna.
Maðurinn hann játaði brot sitt fyrir dómi og var einnig dæmdur til að greiða fangelsinu 192 þúsund krónur í skaðabætur.