Mýsnar spá norðan átt í vetur

Hagamús.
Hagamús. Ómar Óskarsson

Hagamýsnar gera ráð fyrir því að hér verði norðan átt ríkjandi í vetur á vestanverðu landinu, að því fram kemur á vef Skessuhorns.

Það kemur fram að hagamýs séu þessa dagana önnum kafnar við að draga björg í bú og birgja sig upp fyrir veturinn. Það hefur löngum verið sagt að ráða megi af því hvernig munnar músaholanna snúi hver ríkjandi vindátt verði á komandi vetri.

Ef marka má val hagamúsanna á holumunnum sínum við bæinn Gröf í Hvalfjarðarsveit má búast við að norðanátt verði ríkjandi þar í sveit í vetur. Allar músaholur sem sáust í heimsókn blaðamanns Skessuhorns þangað í vikunni sneru mót suðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert