Skýstrokkur í Ölfusi

Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún.
Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún. mbl.is/Jóhann K. Jóhannsson

Skýstrokkur sást yfir Ölfusárósunum nú síðdegis. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með þessu veðurfyrirbæri ofan úr Kömbum, virtist skýstrokkurinn vera nokkuð stór og ná um tíma niður að Ölfusá nálægt Ósabrú. Hann leystist síðan upp og hvarf.

„Það var magnað að fylgjast með þessu," sagði Jóhann K. Jóhannsson, sem sá skýstrokkinn ofan af Kambabrún. Hann sagði að strókurinn hefði virst mjög djúpur um tíma.

Að sögn Kristínar Hermannsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, kemur það fyrir að skýstrokkar myndist hér á landi ef rétt veðurskilyrði eru fyrir hendi, svo sem í dag. Slíkir strókar ná þó ekki alveg niður að jörðu og valda engu tjóni. 

Kristín sagði skýstrokkurinn, sem sést á mynd Jóhanns, virðist nokkuð dæmigerður fyrir slík fyrirbæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert