Spörkuðu í og spóluðu grjóti yfir bifreið

Mennirnir sem lögreglan leitar að.
Mennirnir sem lögreglan leitar að. mbl.is

Lögreglan á Suðurnesjum leitar tveggja manna sem voru á torfærutækjum, svokölluðum krossurum, í Hamradal á Djúpavatnsleið um kl. 15.00 í gær, sunnudaginn 6. september.

Málsatvik er þau að mennirnir spörkuðu í og spóluðu grjóti yfir bifreið þannig að talsverðar skemmdir hlutust af. Einnig eru þeir grunaðir um akstur utan vega.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mennina eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Bifreiðin er töluvert skemmd eins og sjá má.
Bifreiðin er töluvert skemmd eins og sjá má. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert