Umferðarslysum fækkar í borginni

Um­ferðarslys­um hef­ur fækkað um 29% fyrstu sjö mánuði árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu um­ferðardeild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir júlí.

Sam­bæri­leg­ar töl­ur frá trygg­inga­fé­lög­un­um sýna 21% fækk­un. Skráðum um­ferðaró­höpp­um fækk­ar á sama tíma um 54% milli ára. Seg­ir lög­regl­an, að þá fækk­un megi að hluta rekja til sam­komu­lags trygg­inga­fé­laga og Neyðarlínu í endaðan júní 2008 um aðstoð á vett­vangi til handa þeim er lenda í minni­hátt­ar um­ferðaró­höpp­um. Lög­regl­an hætti þá að mestu að sinna slík­um óhöpp­um og skrá. Töl­ur trygg­inga­fé­laga sýna á sama tíma 25% fækk­un.

Um­ferðaró­höpp­um þar sem ölv­un kem­ur við sögu fækkaði milli ára úr 111 árið 2008 í 86. Seg­ir lög­regl­an, að það gefi vís­bend­ing­ar um fækk­un slíkra brota al­mennt. Óhöpp­um tengd fíkni­efna­neyslu fjölgi hins­veg­ar úr 18 í 30 á sama tíma­bili. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert