Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn tek­ur und­ir hug­mynd­ir rík­is­lög­reglu­stjóra um að lög­gjaf­inn setji lög sem geri það mögu­legt að banna skipu­lögð glæpa­sam­tök. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá fram­kvæmda­stjórn flokks­ins.

„Flokk­ur­inn tel­ur nauðsyn­legt að ís­lenskt þjóðfé­lag bregðist hart við frétt­um um að skipu­lögð glæpa­sam­tök séu að ná enn frek­ari fót­festu en orðið er. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn tel­ur nauðsyn­legt að lög­regl­an og þar til bær­ar stofn­an­ir hafi þau ráð sem dugi til þess að leysa upp skipu­lagða glæp­a­starf­semi á borð við Hells Ang­els.

Skipu­lögð glæp­sam­tök snú­ast helst um það að hafa fé af þjóðfé­lag­inu. Þess vegna hvet­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn til þess að lög­regla hafi skýra heim­ild til þess að gera eign­ir skipu­lagðra glæpa­sam­taka og meðlima þeirra upp­tæk­ar.

Nú verða ís­lensk­ir stjórn­mála­menn að sýna hug­rekki og taka á þessu máli af festu og ábyrgð. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fagn­ar þeirri ákveðni sem lög­reglu­yf­ir­völd eru til­bú­inn að sýna til að sporna gegn glæpa­geng­inu Hells Ang­els. En til þess þurfa þau líka stuðning al­menn­ings og stjórn­mála­manna."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert