30% ökumanna óku of hratt

mbl.is/Júlíus

Tuttugu og átta voru staðnir að hraðakstri í Hlíðarbergi í Hafnarfirði í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, við Setbergsskóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 92 ökutæki þessa akstursleið og því óku 30% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 47.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert