Djúpavogshreppur hyggst
eignast þriðjungs eignarhlut í einkahlutafélaginu H2O WATN (Worldwide Aqua
Transport Network). Meðeigendur eru Auðunn S. Ólafsson og Ólafur S. Ögmundsson.
Uppi eru áform um útflutning á vegum fyrirtækisins á vatni með tankskipum sem
kæmu til með að liggja við festar í Fossárvík í Berufirði, en vatnið yrði tekið
úr Nykurhyl, sem er einungis 1,5 km frá væntanlegum legustað skipanna. Vesur Austurgluggans skýrir frá þessu.
Fram kemur í fréttinni að í fundargerð sveitarstjórnar Djúpavogshrepps, frá 3. september sl., sé reiknað er með að skip allt að 80 þús. tonn myndu lesta vatnið og að lestun hvers farms tæki um 2 sólarhringa. Enn stendur á ákveðnum leyfum / samþykki hins opinbera, en unnið hefur verið að framgangi málsins m.a. í samráði við landeigendur í um það bil eitt ár.
Þá segir að tilgangur H2O WATN er að vinna og selja vatn til útflutnings til neyslu og til iðnaðar -og landbúnaðarnotkunar, vinna að markaðsmálum og sölu framleiðsluvara og annar skyldur atvinnurekstur, auk reksturs fasteigna.