Eiginkona sparisjóðsstjóra seldi stofnfjárbréfin

Áslaug Björg Viggós­dótt­ir, eig­in­kona Guðmund­ar Hauks­son­ar, þáver­andi spari­sjóðsstjóra SPRON, seldi Davíð Heiðari Hans­syni stofn­fjár­bréf í SPRON fyr­ir 55 millj­ón­ir króna í júlí 2007.

Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að Grím­ur Sig­urðsson, lögmaður Davíðs Heiðars, hafi fengið upp­lýs­ing­ar um þetta í dag. Hæstirétt­ur hafði áður dæmt að Hlyn Jóns­syni, for­manni skila­nefnd­ar SPRON, væri skylt að svara spurn­ing­um Gríms fyr­ir dómi um hver hefði selt Davíð Heiðari bréf­in.

Hef­ur Hlyn­ur verið kallaður fyr­ir Héraðsdóm Reykja­vík­ur á morg­un. Fram hef­ur komið að Davíð hygg­ist höfða mál og krefjast þess að kaup­verðið verði end­ur­greitt komi í ljós að selj­and­inn hafi búið yfir upp­lýs­ing­um um SPRON sem ekki voru aðgengi­leg­ar al­menn­um fjár­fest­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert