Vilja stofna fjárfestingasjóð

Gestir á fundinum, sem sjást hér á myndinni, voru um …
Gestir á fundinum, sem sjást hér á myndinni, voru um 80 talsins. Golli

Forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna ræða nú um hvort stefna eigi að stofnun Fjárfestingasjóðs Íslands, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í lífvænlegum íslenskum fyrirtækjum og öðrum arðvænlegum verkefnum.

Að sögn Arnars Sigmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, tóku fundargestir, sem voru um 80 talsins, vel í hugmyndirnar um stofnun sjóðsins. Mörgum spurningum sé þó ósvarað enn, m.a. um hvernig hægt verði að laga sjóðinn að reglum sem sjóðstýring sjóðanna fer eftir. „Það er að mörgu að hyggja í þessum efnum, en fundarmenn voru sammála um að skoða þetta mál vandlega.“

Ekki liggur fyrir um hversu háar fjárhæðir verður að ræða. Ljóst er að þó að sjóðurinn verður upp á einhverja tugi milljarða ef hann verður stofnaður, að sögn Arnars, og yrði því stór á íslenskan mælikvarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert