Felgumál í rannsókn

Ragnar Tryggvason með sams konar felgu og hvarf undan sportbílnum.
Ragnar Tryggvason með sams konar felgu og hvarf undan sportbílnum. mbl.is/Ómar

Ekki liggur enn fyrir hvort felgur sem fundist í fórum manns sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald til 22. september í dag séu sömu felgur og greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Maðurinn var handtekinn eftir að mikið magn af þýfi fannst í íbúð hans í austurborg Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki er vitað til þess að fleiri tengist málinu. Verið er að rannsaka þýfið sem talið er vera úr mörgum innbrotum.

Töluvert fannst af felgum í fórum mannsins og samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur mikið verið hringt og spurt um þær. 

Í frétt Morgunblaðsins í dag segir frá því að dekk og felgur hafi verið fjarlægðar undan bíl Ragnars Tryggvasonar þar sem hann stóð við Smiðjuveg í Kópavogi og beið þess að fara í viðgerð

Bíllinn er tveggja manna sportbíll af gerðinni Nissan 350Z og kostar hver felga kostar 300 þúsund krónur ný hjá umboðinu.

Ragnar býst ekki við að fá tjónið bætt úr tryggingum enda var bíllinn ekki á númerum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert