Bauð þjóðstjórn fyrir fall

Guðni Ágústsson á flokksþingi Framsóknarflokksins á meðan hann var enn …
Guðni Ágústsson á flokksþingi Framsóknarflokksins á meðan hann var enn formaður. mbl.is/Golli

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hvatti Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra til að mynda þjóðstjórn heilu ári fyrir fall bankanna í fyrra. Þetta kemur fram í viðtali í nýjasta tölublaði Þjóðmála, sem kemur út í vikunni.

Í viðtalinu lýsir Guðni einnig fundi í Seðlabankanum sunnudagskvöldið 27. september 2008 þegar taka átti Glitni yfir að stórum hluta. Guðni segist hafa spurt Davíð Oddsson, Geir Haarde og Össur Skarphéðinsson hvort þetta þýddi ekki fall hinna bankanna. „Þeir sögðu að Landsbankinn væri veikur fyrir og gæti fallið en menn teldu, bæði hér heima og erlendis, að Kaupþing stæði það traustum fótum að hann myndi standa. Þeir vissu þá þegar að Landsbankinn myndi trúlega fara sömu leið.“

Þá segir Guðni frá því að þegar Bretar tilkynntu um beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi hefði hann lagt til að stjórnmálasambandi við Breta yrði tafarlaust slitið og þeir kærðir fyrir að fella Kaupþingsbankann.

Guðni greinir einnig frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður flokksins, hafi verið samstarfsmaður sinn og ráðgjafi í hálft ár og að hann, þ.e. Guðni, hafi hvatt Sigmund Davíð til framboðs sem formanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert