Ísbirnir neyddir í megrun

Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði í fyrra
Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði í fyrra mbl.is

Loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að ísbirnir eru að missa hold. Þessi óheillaþróunin tengist því að ísjaka rekur sífellt fyrr á vorin frá heimskautssvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Það að ísjakar rekur fyrr frá íshellunni við norðurskautið hefur valdið því að aðgengi ísbjarna að sel hefur minnkað. Dæmi eru um að meðalþungi ísbjarnahúna á tilteknum svæðum hafi minnkað um fjórðung á síðustu tveimur áratugum og niður í 225 kíló.

Þróunin gæti jafnvel leitt til þess að ísbirnir missi ekki einungs hold heldur hverfi þeir alveg frá vissum svæðum við Norðurskautið, samkvæmt skýrslunni.

Skýrslan sem heitir á ensku „Signs of Climate Change in Nordic Nature“, er unnin af vinnuhópi sem starfar undir umhverfissviði Norrænu ráðherranefndarinnar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert