Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála

Útgjöld Íslendinga til menntastofnana námu 8% af vergri landsframleiðslu árið 2006 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi útgjöld varðar. Vegið meðaltal OECD ríkja var 6,1% og meðaltal ríkjanna er 5,7%.

Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance 2009, OECD Indicators". Í ritinu má finna margvíslegar upplýsingar um menntun í 30 aðildarríkjum OECD, sem og tölur frá Brasilíu, Chile, Eistlandi, Ísrael, Rússlandi og Slóveníu. Tölurnar eru aðallega frá skólaárinu 2006-2007. Meirihluti talna um Ísland er byggður á gögnum frá Hagstofu Íslands.

Útgjöld til menntastofnana sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa verið óbreytt á Íslandi frá árinu 2003 þegar útgjöld til menntunar í leikskólum voru í fyrsta skipti talin með í útgjöldum til menntamála. Á Íslandi fóru 18,1% útgjalda hins opinbera til menntamála árið 2006 en að meðaltali vörðu OECD ríkin 13,3% útgjalda hins opinbera til menntamála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert