Jóhanna biðst afsökunar

00:00
00:00

 Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra bað fyrr­um vist­menn Kumb­ara­vogs, Heyrn­leys­ingja­skól­ans og vistheim­il­is­ins Bjargs af­sök­un­ar á óá­sætt­an­legri og oft illri meðferð að aflokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un en niðurstaða skýrsl­unn­ar leiðir í ljós að börn þar hafi oft þolað illa meðferð og oft orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi. En næst skoði nefnd­in, Sil­unga­poll, Jaðar, Upp­töku­heim­ili og ung­linga­heim­ili rík­is­ins. Von­andi verði þess­um svarta kafla í sögu þjóðar­inn­ar þar með lokið.

Jó­hanna sagði að ekki lægi enn fyr­ir sam­komu­lag um miska­bæt­ur til Breiðavík­ur­drengj­anna. Þeir voru ósátt­ir við það sem þeim var boðið og sáttaviðræður hafa staðið yfir. Þessi þrjú mál munu enn­frem­ur koma til kasta sér­stakr­ar bóta­nefnd­ar sem á að semja um miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert