Ráðherra með verulegar áhyggjur

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segist ekki neita því að hann hafi verulegar áhyggjur af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.  Menn gangi þó ekki lengra en þeir geti réttlætt fyrir sjálfum sér.

Hann segir að búið sé að taka ákvarðanir fyrir þetta ár en það næsta sé eftir. „Vonandi losum við  síðan við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem allra fyrst svo við getum ráðið sjálf og á okkar eigin forsendum."

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz varaði við því á fundi með íslenskum ráðherrum að of hratt yrði gengið fram í niðurskurði. Það gæti dýpkað kreppuna.  

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það þurfi að passa upp á jafnvægið, að fara ekki svo djúpt í niðurskurðinn að kreppan versni og heimilin geti ekki framfleytt sér. Þetta hafi stjórnvöld svo sannarlega í huga og það  sé minna skorið niður til velferðarmála en annarra mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert