Milljarðakröfum Gaums og Haga hafnað

mbl.is/Kristinn

Skiptastjóri  hefur hafnað rúmlega 8 milljarða króna kröfum Gaums og Haga í þrotabú Baugs Group en bæði fyrirtæki eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Stöð 2 greindi frá. Þá hefur tugmilljarða króna kröfum gömlu viðskiptabankanna í bú Baugs Group verið hafnað.

Alls bárust kröfur upp á 316,6 milljarða króna í þrotabú Baugs Group en frestur til að skila inn kröfum rann út miðvikudaginn 19. ágúst sl. Þar af eru veðkröfur upp á 123,9 milljarða króna, forgangskröfur, til að mynda laun starfsmanna, upp á 78 milljónir króna. Almennar kröfur eru upp á 170,2 milljarða króna, en þá er meðal annars átt við víxla, reikninga, skatta ofl. Eftirstæðar kröfur eru 22,5 milljarðar króna, en þá er til að mynda um að ræða vexti og annan kostnað sem falla til eftir upphaf skipta.

Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert