Olli Rehn afhendir spurningar

Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra spurningalista frá framkvæmdastjórn ESB. …
Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra spurningalista frá framkvæmdastjórn ESB. Um er að ræða um 2500 spurningar sem skiptast í 33 kafla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Olli Rehn, stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að koma hans til lands­ins marki nýtt skref í um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Seg­ir hann meg­in­til­gang með heim­sókn sinni vera að af­henda stjórn­völd­um spurn­ingalista frá fram­kvæmda­stjórn­inni.

Um er að ræða um 2500 spurn­ing­ar sem skipt­ast í 33 kafla og bein­ast að þeim efn­isþátt­um sem fyr­ir­hugaðar aðild­ar­viðræður munu lúta að. Auk þess er at­hygl­inni beint að ýms­um innviðum lands­ins, stofnana­legri upp­bygg­ingu og stjórn­kerfi. Ein­stök ráðuneyti og stofn­an­ir munu und­ir­búa svör við spurn­ing­un­um á næstu vik­um en gert er ráð fyr­ir að þau liggi fyr­ir eins fljótt og kost­ur er.

Rehn átti nú síðdeg­is fund með Öss­uri Skarp­héðins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, þar sem þeir fóru yfir stöðu mála, en Rehn kom til lands­ins fyrr í dag.

Sagði Össur að koma Rehns til lands­ins væri einn áfang­inn í um­sókn­ar­ferli Íslands inn í Evr­ópu­sam­bandið. Mun Rehn af­henda Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra ít­ar­leg­an spurn­ingalista sem ís­lensk­um stjórn­völd­um er gert að svara og skila inn til ESB.

Sagði Össur að stjórn­völd hefðu frest til 16. nóv­em­ber, til að hægt sé að taka fyr­ir um­sókn lands­ins á fundi í ESB í des­em­ber. Sagði hann bjart­sýnn á að þetta tæk­ist enda hafi ís­lensk stjórn­völd rann­sakað og skoðað spurn­ing­ar annarra ríkja í svipuðu ferli. Hann væri vongóður um að hægt væri að hefja samn­ingaviðræður við ESB snemma á næsta ári.

Rehn sagði komu sína til lands­ins marka nýtt skref í um­sókn Íslands að ESB. Sagði hann meg­in­til­gang með heim­sókn sinni ver a að af­henda spurn­ing­arn­ar og sagðist spennt­ur að heyra hvernig Ísland hyggst upp­fylla skil­yrði fyr­ir aðild­ar­um­sókn.

Þá sagði hann ESB bú­ast við að svör ber­ist hratt og um leið og þau bær­ist gætu þeir fengið góða mynd af getu lands­ins til að upp­fylla skil­yrði fyr­ir um­sókn. Hann sagði lýðræðis­hefð langa á Íslandi og það væri þegar komið langt í aðlög­un að sam­band­inu, enda bæði aðild­ar­land að Evr­ópska efna­hags­sam­band­inu  og Shengen svæðinu. Þegar Ísland verði  búið að upp­fylla öll skil­yrðin verði það meira en vel­komið í sam­bandið.

Kom fram á fund­in­um að spurn­ing­arn­ar væru um 2500 tals­ins og vörðuðu  stefnu stjórn­valda í ýms­um mál­um. Spurn­ingalist­inn væri mun styttri en t.a.m. Montenegro hefði fengið ný­verið vegna um­sókn­ar þess lands að sam­band­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert