Þorsteinn og Össur funda

Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson mbl.is/RAX

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ritstjóri og sendiherra, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafa hist á endurteknum fundum á heimili þess fyrrnefnda undanfarið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þorsteinn hefur verið orðaður við starf formanns samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu en fundir hans og Össurar munu hafa verið mjög óformlegir.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki útilokað að formaður nefndarinnar verði óflokksbundinn embættismaður til þess að umsóknarferlið sé hafið yfir alla tortryggni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert