Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum

Miklar skemmdir voru unnar á vinnuvélum á byggingasvæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 07: 25 í morgun er starfsmenn, sem mættu á staðinn, urðu varir við að skorið hafði verið á dekk og klippt á víra og slöngur. Margar vinnuvélar á svæðinu eru ónothæfar.

Svo virðist sem unnin hafi verið skemmdarverk á vélum frá 5 fyrirtækjum. Ístak er aðalverktaki á svæðinu en margir undirverktakar eru einnig við störf á svæðinu.

Málið er í rannsókn hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka