Eignir í skattaskjólum jukust um 40% í fyrra

Frá Tortola
Frá Tortola mbl.is

Virði eigna Íslend­inga í skatta­skjól­un­um Tortola, Kýp­ur, Mön, Jers­ey, Gu­erns­ey og Caym­an-eyj­um jókst um 40 pró­sent á síðasta ári á meðan heild­ar­eign­ir Íslend­inga er­lend­is brunnu upp.

Bein­ar fjár­muna­eign­ir Íslend­inga í þekkt­um skatta­skjól­um juk­ust um 27,2 millj­arða króna í fyrra og námu í árs­lok 72,5 millj­örðum króna.

Á sama tíma lækkaði virði allra fjár­muna­eigna Íslend­inga er­lend­is um þriðjung, eða um 463 millj­arða króna. Hafa ber í huga í þessu sam­bandi að krón­an veikt­ist um tæp 44% á ár­inu 2008. Því hækkaði virði er­lendra eigna í krón­um á ár­inu.

Vert er að taka fram að ekki er um að ræða tæm­andi eign­ir Íslend­inga sem eru skráðar á þess­um stöðum, held­ur ein­ung­is beina eign. Óbein eign í skatta­skjóls­fé­lög­um var einnig mjög al­geng á meðal ís­lenskra kaup­sýslu­manna í gegn­um önn­ur af­l­ands­fé­lög, sem voru helst skráð í Hollandi eða Lúx­em­borg.

Um helm­ing­ur fjár­mun­anna sem geymd­ir eru í skatta­skjól­um, tæp­lega 35 millj­arðar króna, er geymd­ur á Kýp­ur en eign­ir Íslend­inga þar juk­ust um 45 pró­sent á ár­inu 2008, eða rúma fimmtán millj­arða.

Tengsl ís­lenskra kaup­sýslu­manna við Kýp­ur hafa vaxið gíf­ur­lega á und­an­förn­um árum. Meðal ann­ars var stærsti eig­andi Lands­bank­ans fyr­ir banka­hrun, Sam­son eign­ar­halds­fé­lag, í helm­ingseigu kýp­verska fé­lags­ins Bell Global In­vest­ments, sem aft­ur var í eigu Björgólfs­feðga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert