Vegna mikillar fjölgunar innbrota að undanförnu hvetur ríkislögreglustjóri almenning til að huga vandlega að öryggi heimila sinna og gera viðeigandi ráðstafanir til að torvelda innbrot. Í því samhengi minnir ríkislögreglustjóri á mikilvægi nágrannavörslu. Mikilvæg forvörn felst í samvinnu og samheldni fólksins í landinu.
Hið sama gildir um eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Samvinnu og árvekni er einnig þörf á því sviði. Þetta kemur fram á lögregluvefnum.
Þar segir að sú óæskilega þróun sem orðið hafi hér á landi komi ekki á óvart og er í samræmi við mat lögreglu.