Lögreglan í Borgarfirði og Dölum lagði hald á nokkurt magn af hörðum fíkniefnum í húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í gærkvöldi. Lagt var hald á nokkurt magn af hvítum fíkniefnum í sölupakkningum sem að talið er að hafi verið ætluð til dreifingar í Borgarfirði.
Að sögn lögreglunnar liggur ekki enn fyrir hversu mikið magn af fíkniefnum er um að ræða, þar sem einnig var lagt hald á ýmis íblöndunarefni sem að á eftir að rannsaka betur.
Þrjú ungmenni voru handtekin í tegnslum við rannsóknina en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Einn af þremenningunum var einnig tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í umrætt sinn.
Naut lögreglan í Borgarfirði og Dölum aðstoðar Sérsveitarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við þetta verkefni.