Margir sektaðir í Laugardal

Hluti bílanna, sem lagt var ólöglega í Laugardal í gærkvöldi.
Hluti bílanna, sem lagt var ólöglega í Laugardal í gærkvöldi.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af all­mörg­um bíl­um við Laug­ar­dalsvöll­inn í gær­kvöldi þar sem lands­leik­ur Íslands og Georgíu í knatt­spyrnu fór fram. Var mörg­um bíl­um lagt ólög­lega á gras­svæði og gang­stétt­um.

Lög­regl­an seg­ir, að öku­mönn­um, sem eiga leið um Laug­ar­dal­inn, hafi ít­rekað verið bent á að nýta þau bíla­stæði sem þar eru í stað þess að leggja ólög­lega á eða við göt­ur á svæðinu.

Umráðamönn­um þess­ara öku­tækja er gert að greiða 2500 kr. en gjaldið renn­ur í Bíla­stæðasjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert