Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af allmörgum bílum við Laugardalsvöllinn í gærkvöldi þar sem landsleikur Íslands og Georgíu í knattspyrnu fór fram. Var mörgum bílum lagt ólöglega á grassvæði og gangstéttum.
Lögreglan segir, að ökumönnum, sem eiga leið um Laugardalinn, hafi ítrekað verið bent á að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.
Umráðamönnum þessara ökutækja er gert að greiða 2500 kr. en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.