Skuldar ECB 180 milljarða

Glitnir skuldar Seðlabanka Evrópu (ECB) tæpan milljarð evra vegna veðlána sem bankinn tók fyrir hrun bankanna. Það jafngildir í dag um 180 milljörðum króna. Hafa ber í huga að krónan veiktist um 44 prósent á síðasta ári.

Sem tryggingu fyrir endurgreiðslu lánsins fékk Seðlabanki Evrópu að veði lánapakka Glitnis sem ber heitið HAF. Eins og nafnið gefur til kynna samanstendur HAF af lánum sem Glitnir veitti íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir þó, að ekki séu eingöngu lán til sjávarútvegsfyrirtækja í þessum pakka. Lán til annarra fyrirtækja, innlendra og erlendra, séu líka þar inni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert