Fjölmiðlafólk frá frönsku sjónvarpsstöðinni France24 er nú statt hér á landi við gerð fréttaþáttar um Ísland, umsóknaraðildina að Evrópusambandinu og bankahrunið sem sýna á í Frakklandi ári eftir hrun. Rætt er við fólk í atvinnulífinu, stjórnmálamenn m.a. utanríkisráðherra, og fjölmiðlafólk. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir hefur þáttastjórnendum hins vegar ekki tekist að ná tali af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Slæmt sé að ekki verði hægt að vitna beint í forsætisráðherra. „Jóhanna er vinsæl í Evrópu þar sem sú skoðun er ráðandi að Ísland verði að ganga í ESB. Hún er sú sem getur haft áhrif á aðildarumsókn Íslands og þess vegna verður hún að ræða meira við erlenda fjölmiðla,“ segir Camaret. Segir hún, að erlendum fjölmiðlum gangi illa að ná í forsætisráðherrann, hún hafi heyrt að einhverjir þeirra hafi sýnt samkynhneigð forsætisráðherra e.t.v. meiri athygi en hún kæri sig um. Svo sé þó ekki um France24. „Við höfum engan áhuga á því. Athygli okkar beinist öll að ESB-umsókninni.“
Reynir að halda sig til hlés