Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar

Eva Joly og Ólaf Þór Hauksson ásamt Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, …
Eva Joly og Ólaf Þór Hauksson ásamt Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, þegar samstarf þeirra var kynt. Ómar Óskarsson

Breska blaðið The Guardian fjallar um fund Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara og ráðgjafa hans Evu Joly með fulltrúum Serious Fraud Office, efnahagsbrotalögreglunni bresku og yfirmanni hennar, Richard Alderman, og hefur eftir Ólafi að embætti hans hafi þegar 35 mál til rannsóknar vegna fjármálahrunsins á Íslandi og að hann geri ráð fyrir því að málin geti orðið milli 60 og 70.

Blaðið segir fundinn til marks um það hversu stóran þátt Bretlandi hafi átt í umsvifum íslenskra banka- og kaupsýslumanna, og hefur eftir Ólafi Haukssyni að enda þótt hann geti ekki fjallað um einstök dæmi, „liggi margar leiðir til Bretlands.“

Talsmaður efnahagsbrotalögreglunnar bresku segir að Richard Alderman vænti mikils af samstarfi milli embættanna og skiptum á upplýsingum þeirra á milli. Í kvöld kom einnig frétt inn á vef The Daily Telegraph um fundinn, og enn síðar kom áþekk frétt inn á vef The Financial Times svo ljóst má vera að hann hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi.

Frétt The Guardian, The Telegraph og The Financial Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert