Anna Kristine þjófkennd í verslun

00:00
00:00

Anna Krist­ine Magnús­dótt­ir fékk morðhót­an­ir þegar hún skrifaði um vistheim­ilið að Kumb­ara­vogi. Þá til­kynnti Lands­bank­inn að greiðslu­kortið henn­ar væri stolið og munaði minnstu að hún væri hand­tek­in í versl­un vegna þess. Anna Krist­ine tel­ur að at­vikið hafi tengst skrif­um henn­ar um heim­ilið.

Í  bank­an­um vísaði hver á ann­an, en hún skrifaði meðal ann­ars Björgólfi Guðmunds­syni til að fá skýr­ing­ar. Hún seg­ir að aðstoðarmaður hans hafi síðan spurt hana að fyrra bragði hvort hún setti þetta í sam­band við að ann­ar banka­stjór­anna, Hall­dór J. Kristjáns­son væri son­ur for­stöðumanns­ins að Kumb­ara­vogi. At­vikið var aldrei kært og ekki kölluð til lög­regla í versl­un­ina eft­ir að þjóðþekkt kona gaf sig fram í röðinni og bauðst til að lána henni fyr­ir vör­un­um. Anna Krist­ine seg­ist hafa yf­ir­gefið versl­un­ina við svo búið en upp­lifað mikla niður­læg­ingu við að vera þjóf­kennd.

Spurð um ástæðu þess að DV fjallaði ekki um málið á sín­um tíma, seg­ist hún hafa verið í losti og fund­ist at­b­urður­inn niður­lægj­andi. Lög­fræðing­ur henn­ar hafi sagt að hún hafi gert mis­tök með því að láta ekki kalla til lög­reglu í versl­un­ina og sjálfsagt hafi Sig­ur­jón M. Eg­ils­son viljað sýna henni til­lit­semi með því að láta kyrrt liggja. Hann hafi þó sagt það skýrt út að hann teldi ákveðin öfl vera að vega að tján­ing­ar­frels­inu og prent­frels­inu með þessu.

Hún seg­ir að henni hafi fund­ist málið vera eins og farsi. Hún hafi ekki haldið að svona gæti gerst á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka