Harma ummæli um kjöt

Landssamband kúabænda segist harma ummæli Þórarins Jónssonar, bónda á Hálsi í Kjós á mbl.is í gær. Segir landssambandið að Þórarinn hafi sett fram ýmsar staðhæfingar um kjötvörur, án þess að nefna nein dæmi máli sínu til sönnunar.

„Með þessu er að mati LK vegið ómaklega að öðrum framleiðendum og vinnsluaðilum nautakjöts.  Það er keppikefli allra þeirra sem vinna við matvælaframleiðslu í landinu að neytendur hafi ávallt aðgang að gæðavörum, hvort sem um er að ræða kjöt beint frá bónda, úr kjötborði eða unnar kjötvörur frá virtum og viðurkenndum kjötvinnslum," segir á vef Landssambands kúabænda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka