Brotist var inn í Ármúlaskólann og Menntaskólann við Sund í nótt. Í Ármúlaskólanum var stigi notaður til að fara inn um glugga á annarri hæð. Þar voru veggfastir skjávarpar losaðir en við það urðu töluverðar skemmdir. Virðist þjófurinn hafa náð að hafa einn slíkan á brott með sér.
Í Menntaskólanum við Sund var einnig farin inn um glugga. Þaðan var stolið skjávarpa, þremur fartölvum og einum iPod spilara.
Tilkynning um innbrotið í Ármúla barst til lögreglu klukkan 08:34 í morgun en þar virðist þjófavarnarkerfi hafa farið í gang klukkan 04:25. Tilkynning um innbrotið í Menntaskólann við Sund barst hins vegar til lögreglu klukkan 09:49 en þar fór þjófavarnarkerfi í gang klukkan 01:30 í nótt.