Ítreka kröfur um aðgerðir

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, talsmaður neyt­enda, Fé­lag fast­eigna­sala, Hús­eig­enda­fé­lagið, Bú­seti á Norður­landi og Lög­menn Laug­ar­dal hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem ít­rekað er ákall um að stjórn­völd grípi til al­mennra aðgerða vegna vanda heim­ila og lán­tak­enda.

Segj­ast þess­ir aðilar enn á ný bjóða fram krafta sína og gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að vinna með stjórn­völd­um og öðrum hags­munaðilum að lausn­um sem þjóðarsátt get­ur orðið um.

Vísað er til ákalls frá 11. fe­brú­ar um al­menn­ar, sem hafi ekki fengið hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. „Nú eru ástand og horf­ur sýnu ískyggi­legri. Greiðslu­byrði veru­legs hluta fjöl­skyldna er orðin eða er að verða allt of þung til að af­komu­ör­yggi al­menn­ings sé tryggt. Heim­ili lands­ins hafa orðið fyr­ir ham­fara­tjóni vegna geng­is­falls krón­unn­ar og verðtrygg­ing­ar hús­næðislána og neyt­endalána," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá seg­ir, að beita verði al­menn­um aðgerðum í eitt skipti til að koma í veg fyr­ir að fjöldi fólks lendi í þroti og greiðslu­geta og greiðslu­vilji hverfi og til að stuðla að því að fast­eignaviðskipti verði heil­brigð og eðli­leg. 

„Veru­leg niður­færsla eða leiðrétt­ing höfuðstóls íbúðaveðlána er óhjá­kvæmi­leg. Jafna verður ham­fara­tjón­inu með sann­gjörn­um hætti á hlutaðeig­end­ur. Það næst aldrei sátt og friður með því að lán­tak­end­ur beri ein­ir obba tjóns­ins en lán­veit­end­ur séu með allt sitt á þurru. Slíkt færi í bága við gott viðskiptasiðferði og rétt­lætis­kennd þorra fólks."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka