Lóðir auglýstar til sölu í Úlfársdal og Reynisvatnsás

Frá Úlfarsárdal í sumar
Frá Úlfarsárdal í sumar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um lóðir fyrir íbúðarhúsnæði í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Í boði eru lóðir fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús. Verð á byggingarrétti er óbreytt frá því sem var haustið 2007. Býður borgin áhugasömum upp á hagstæðari greiðslukjör en áður. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 25. september nk.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að kaupendur byggingarréttar, þ.e. lóðarhafar, geta greitt 85% af verði byggingarréttarins með 8 ára verðtryggðu veðskuldabréfi, sem ber 4,0% fasta vexti.

Framkvæmdafrestir hafa verið lengdir og er nú t.d. gerð krafa um að hús sé orðið fokhelt innan fjögurra ára í stað tveggja ára áður.

„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í júní sl. nokkrar breytingar á reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús. Samkvæmt þeim verður ekki heimilt að skila lóðum sem úthlutað er eftir að reglunum var breytt. Þeir sem hafa skilað lóðun á undanförnum misserum eiga þess ekki kost á fá úthlutað lóð á ný fyrr en a.m.k. þremur árum eftir að lóð var skilað," að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Auk íbúðarhúsalóða eru í boði lóðir fyrir atvinnuhúsnæði.

Sjá nánar á lóðavef Reykjavíkurborgar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert