Verð á pakka af sígarettum þyrfti að fara upp í 3000 krónur ef að það ætti að vera hægt að ná inn fyrir þeim samfélagslega kostnaði sem er af reykingingum. Sígarettupakkinn kostar í dag um 800 krónur. Þetta kom fram á Tóbaksvarnarþingi Læknafélags Íslands í dag.
Samfélagslegur kostnaður af reykingum er áætlaður um 30 milljarðar króna. Um 180 þúsund einstaklingar eru á fullorðinsaldri. Um 21% þeirra reykja, en það eru um 36 þúsund manns. Ef hver reykingamaður reykir 15 sígarettur á dag má gera ráð fyrir að íslenskir reykingamenn kaupi um 10 milljónir pakka af sígarettum á ári. Ef ganga á út fyrir að reykingamenn greiði allan samfélagslegan kostnað af reykingum þyrfti að hækka verð á sígarettum úr 800 krónur pakkann í 3000 krónur.
Á Tóbaksvarnarþingi kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að þeir sem reyktu sæju sjálfir um að greiða þann kostnað sem væri af fíkn þeirra.