Risahvönn ógnar

Risahvönn í Laugarnesi. Ræktunin þar er að fara úr böndunum, …
Risahvönn í Laugarnesi. Ræktunin þar er að fara úr böndunum, segir Garðyrkjustjórinn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­menn garðyrkju­deild­ar borg­ar­inn­ar eru á varðbergi gagn­vart út­breiðslu risa­hvann­ar. Hana er að finna á nokkr­um stöðum í borg­inni og hún er orðin áber­andi í Laug­ar­nes­inu. Þórólf­ur Jóns­son, garðyrkju­stjóri, seg­ir að þar verði hugs­an­lega eitrað gegn hvönn­inni í landi borg­ar­inn­ar þar sem hún sé kom­in langt út fyr­ir einkalóð.

„Lóðar­hafi í Laug­ar­nes­inu hef­ur farið langt út fyr­ir lóðarmörk með sín­ar aðgerðir og risa­hvönn­in hef­ur auk þess dreift sér yfir all­stórt svæði. Fram­kvæmda- og eigna­svið hef­ur sent lóðar­haf­an­um bréf þar sem bent er á að farið hafi verið út fyr­ir lóðarmörk og bregðist lóðar­hafi ekki við muni borg­in fara í lag­fær­ing­ar á kostnað lóðar­hafa. Ég tel að komið sé að því að við þurf­um að eyða risa­hvönn­inni á þessu svæði,“ seg­ir Þórólf­ur. Hann seg­ir ár­ang­urs­rík­ast að nota ill­gres­is­lyf gegn henni og vor­in, áður en blöðin ná fullri stærð, séu besti tím­inn til þess.

Þórólf­ur seg­ir að risa­hvönn hafi verið ræktuð sem garðplanta hér á landi í ára­tugi og einn slík­ur brúsk­ur hafi lengi verið í Hljóm­skálag­arðinum. Ekki skaði að hafa eina og eina plöntu, en í Laug­ar­nes­inu virðist rækt­un­in vera að fara úr bönd­un­um.

Vill ekki ras­isma í garðyrkj­unni

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert