Sérstakur saksóknari og Joly funda með SFO

Eva Joly
Eva Joly mbl.is/Ómar

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Eva Joly, ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara, eru nú stödd í Lundúnum ásamt tveimur öðrum starfsmönnum frá embættinu en þau munu í dag funda með Richard Alderman, forstjóra Serious Fraud Office (SFO).

Tilgangur fundarins er m.a. að kanna grundvöll fyrir gagnkvæma aðstoð milli embættanna við rannsókn á efnahagsbrotum, en það var SFO sem óskaði eftir samstarfi við embætti sérstaks saksóknara.

Serious Fraud Office er sjálfstæð ríkisstofnun sem rannskar aðeins meiriháttar efnahagsbrot þar sem tugir milljóna punda eru í húfi. Stofnunin hefur haft föllnu bankana þrjá, Landsbankann, Kaupþing og Glitni til athugunar frá því í haust, en þeir voru allir með starfsemi í Bretlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka