Skilaði vodkapelanum aftur

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur ákveðið að refsa ekki karlmanni fyrir að stela vodkapela í verslun ÁTVR í Kringlunni í Reykjavík í júlí á síðasta ári.

Sýslumaðurinn á Akureyri höfðaði mál á hendur manninum vegna þjófnaðarins en pelinn var metinn á 2990 krónur. Maðurinn játaði sök fyrir dómi en jafnframt kom fram, að hann skilaði vodkafleyg í vínbúðina á Akureyri í febrúar.

Maðurinn hefur hlotið nokkra dóma á undanförnum 11 árum, þar á meðal skilorðsbundinn fangelsisdóm í september fyrir þjófnað. Þar sem vodkanum var stolið áður en sá dómur féll var manninum gerður hegningarauki.

„Fyrir liggur að ákærði hefur afhent ÁTVR vodkafleyg í bætur.  Að því athuguðu þykir ekki ástæða til að gera honum sérstaka refsingu í þessu máli," segir síðan í niðurstöðu Erlings Sigtryggssonar, héraðsdómara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert