Tengsl voru milli þjófaflokkanna

Lögregla hefur fundið mikið þýfi við húsleitir.
Lögregla hefur fundið mikið þýfi við húsleitir. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur flett ofan af þremur þjófagengjum Pólverja undanfarna daga. Hátt í tuttugu menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og átta Pólverjar sitja í gæsluvarðhaldi. Mikið hefur fundist af þýfi við húsleitir og lögreglan telur ólíklegt að tekist hafi að koma miklu þýfi úr landi.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða nokkra smáhópa. Þeir hafi ekki formleg tengsl, en séu samt tengdir innbyrðis í gegnum kunningsskap einstaklinga í hópunum. Þjófarnir hafa neitað við yfirheyrslur að gefa upp hvort þeir hafi verið sendir hingað til lands gagngert til að stela, en lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á að svo sé.

Neita við yfirheyrslur að gefa upp nafn

Sumir þjófanna hafa neitað að gefa upp nafn og heimili í Póllandi. Lögreglunni hefur engu að síður tekist að grafa það upp, meðal annars í samvinnu við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og erlendar lögreglustofnanir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert