Uppstokkun í utanríkisþjónustunni

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fyrirhugar umfangsmikla uppstokkun í utanríkisþjónustu Íslands á …
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fyrirhugar umfangsmikla uppstokkun í utanríkisþjónustu Íslands á næstu vikum og mánuðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Töluverð uppstokkun er fyrirhuguð í utanríkisþjónustunni á næstu mánuðum.

Benedikt Jónsson, sem verið hefur ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur við sendiherrastöðu í London 1. október. Benedikt á að baki víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni en áður en hann tók við embætti ráðuneytisstjóra var hann m.a. sendiherra Íslands í Moskvu og fastafulltrúi og sendiherra hjá alþjóðastofnunum í Genf.

Nýr ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins í stað Benedikts verður Einar Gunnarsson en hann hefur undanfarin ár gegnt ábyrgðarstöðum í utanríkisþjónustunni, á aðalskrifstofu og sendiskrifstofunum í Brussel og Genf. Var Einar m.a starfsmannastjóri og síðast skrifstofustjóri yfir viðskiptasamningum. Ekki er ætlunin að Einar fái stöðu sendiherra.

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, núverandi sendiherra í London fer í aðra stöðu hjá utanríkisþjónustunni 1. október.

Fleiri sendiherrum verður skákað til innan utanríkisþjónustunnar fram til áramóta. Breytingarnar tengjast samkvæmt heimildum mbl.is, undirbúningi aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.

Þá munu samkvæmt heimildum mbl.is að minnsta kosti 6 sendiherrar hverfa úr utanríkisþjónustunni á næstu 12 mánuðum. Ekki mun þó ætlunin að skipa nýja sendiherra, enda fjölmargir sendiherrar fyrir, án sendiráða.

Benedikt Jónsson
Benedikt Jónsson
Einar Gunnarsson
Einar Gunnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert