Átök innan Borgarahreyfingarinnar

Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, á landsfundinum í …
Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, á landsfundinum í dag. Ómar Óskarsson

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru ósáttir við þær samþykktir sem liggja fyrir á landsfundi hreyfingarinnar. Margrét Tryggvadóttir, einn þingmanna, segir þær verða til þess að hreyfingin breytist í stjórnmálaflokk. Þingmennirnir þrír eru að íhuga stöðu sína en Margrét segir ekkert ákveðið um það hvort þeir gangi úr hreyfingunni.

„Að öllum líkindum er verið að breyta hreyfingunni okkar í stjórnamálaflokk. Það er ekki það við lögðum upp með. Og ekki „djobbin“ sem við tókum að okkur, þ.e. að vera þingmenn fyrir hefðbundinn stjórnmálaflokk,“ sagði Margrét en tók fram að enn sé verið að karpa um breytingatillögur við samþykktirnar.

Margrét segir að á næstu dögum komi í ljós hvernig landið liggur. „En við ætlum að vera trú okkar kjósendum og okkar stefnuskrá.“

Aðrir þingmenn hreyfingarinnar eru Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir. Þráinn Bertelsson, sem kjörinn var á þing fyrir hreyfinguna, sagði sig úr þingflokki hennar nýlega.  Þráinn mætti ekki á landsfundinn og sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn kæmi sér ekkert við, enda væri hann nú óháður þingmaður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert