Fer fram á að verða veitt lausn frá störfum

Magnús Árni Skúlason.
Magnús Árni Skúlason.

Magnús Árni Skúla­son hef­ur ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að sér verði veitt lausn frá störf­um sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands. Í yf­ir­lýs­ingu frá Magnúsi seg­ir ákvörðun­ina tekna þar sem störf hans hafi op­in­ber­lega verið gerð tor­tryggi­leg með ómak­leg­um hætti.

„Morg­un­blaðið hef­ur nú kosið að varpa rýrð á störf mín sem bankaráðsmanns með vís­an í að ég hafi komið á fundi ís­lenskra fyr­ir­tækja með er­lenda fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu „Schnei­derFX“. Rétt er að minna á að Schnei­der hafði sam­band við mig að fyrra bragði og ekk­ert ólög­legt at­hæfi hef­ur átt sér stað, eins og Morg­un­blaðið tek­ur raun­ar sér­stak­lega fram,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Magnús­ar.

Magnús seg­ist einnig hafa varið þorra tíma síns und­an­farið ár í að reyna að draga úr þeim áföll­um sem riðið hafa yfir ís­lenskt þjóðarbú, s.s. með því að hafa haft frum­kvæði að því að fá til lands­ins fjöl­marga sem lagt hafa Íslend­ing­um lið á alþjóðavett­vangi. „Eina mark­miðið hef­ur frá upp­hafi verið að leggja mitt af mörk­um sem Íslend­ing­ur, til end­ur­reisn­ar ís­lensku efna­hags­lífi.“

Magnús sit­ur í bankaráði Seðlabank­ans fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert