Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk

TF-LIF.
TF-LIF. mbl.is/Dagur

Uppákoma varð í gærdag í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands áður en haldið var á TF-LIF að Gufuskálum, þar sem fram fór æfing alþjóðabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Til stóð að tveir starfsmenn Kastljóss fengju að fara með þyrlunni – ásamt öðrum frá Morgunblaðinu til að fylgjast með æfingunni.

Skömmu fyrir flug urðu orðaskipti milli forstjóra Gæslunnar og starfsmanna Kastljóss sem urðu til þess að þeir síðarnefndu hurfu á braut. Upp úr krafsinu kom að forstjórinn, Georg Lárusson, hafði sagt að sér væri það ekki sérstök ánægja að þeir færu með þyrlunni, sökum umfjöllunar Kastljóss um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert