Læra af mistökunum

Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar í morgun.
Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar í morgun. mbl.is/Ómar

Fyrsti lands­fund­ur Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar hófst á Grand Hót­eli í morg­un. Í skýrslu stjórn­ar, sem Bald­vin Jóns­son, formaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, flutti, seg­ir m.a. að Borg­ara­hreyfig­in sé ung, sem sjá­ist fjöl­mörg­um mis­tök­um sem gerð hafi frá því flokk­ur­inn náði frá­bær­um ár­angri í alþing­is­kosn­ing­un­um. 

„Mis­tök­um sem ég vil leyfa mér að nefna byrj­enda­mis­tök, mis­tök­um sem að ég er sann­færður um að við höf­um lært mikið af og munu verða til þess að tukta okk­ur til og styrkja í póli­tísku bar­átt­unni sem framund­an er," sagði Bald­vin.

Hann sagði að vandi hreyf­ing­ar­inn­ar und­an­farna mánuði hefði að miklu leyti til legið í al­ger­um skorti á innra skipu­lagi starfs­ins. Það sé hlut­verk lands­fund­ar­ins að bæta úr því.

Bald­vin sagði að framund­an væri haustþing. „Þar verðum við að vinna sem ein kraft­mik­il heild ef við ætl­um okk­ur að ná því að vera afl til góðs í sam­fé­lag­inu. Afl sem get­ur raun­veru­lega tek­ist á við ára­tuga gaml­ar valdaklík­ur og viðskipta­blokk­ir, sem hér öllu stjórna og hafa gert um langa hríð.

Við erum að berj­ast við blokk­ir sem vilja einka­væða auðlind­irn­ar okk­ar al­farið og eru við það að ljúka fyrsta hluta ferl­is­ins, þar sem að til stend­ur að af­henda Magma Energy núna á þriðju­dag­inn kom­andi, hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur í HS Orku. Og það á kjör­um sem eru al­ger­lega ósamþykkj­andi og láta mál­tækið „lítið út og rest­in eft­ir minni“ hljóma sem skyn­sam­lega viðskipta­hætti.

Við verðum að berj­ast gegn því að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn stýri hér áfram öll­um hnút­um í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar. Við, ásamt fjölda annarra, börðumst sam­an, og kom­um al­ger­lega van­hæfri rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar frá völd­um.

Við valda­sprot­an­um tók rík­is­stjórn sem gaf sig út fyr­ir fé­lags­hyggju, en hef­ur í litlu sem engu breytt út frá stefnu þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem á und­an sat. Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur sýnt að hún er al­ger­lega jafn van­hæf þeirri fyrri þegar kem­ur að lausn­um á vanda heim­il­anna, enda ekki skrítið. Hún tók ein­fald­lega við til­skip­un­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og þeim aðgerðarpakka sem að hann hafði þegar lagt fram og samþykkti að fram­fylgja hon­um að öllu leyti að virðist, er­lend­um auðhringj­um til mik­ill­ar ánægju vænti ég," sagði Bald­vin m.a.

Baldvin Jónsson flytur skýrslu stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Bald­vin Jóns­son flyt­ur skýrslu stjórn­ar Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert