Mikið álag á Noregsprestinum

Arna Grétarsdóttir.
Arna Grétarsdóttir.

Íslendingum í Noregi hefur fjölgað um tvö þúsund á tæpum tveimur árum og eru þeir nú um 6.500 talsins. Samfara fjölguninni hefur álagið á séra Örnu Grétarsdóttur Noregsprest aukist allverulega.

„Ég hélt að álagstoppnum hefði verið náð síðasta vor, en í ágústmánuði og það sem af er september hefur verið meira að gera en nokkru sinni frá því að ég kom hingað til starfa 1. október 2007,“ segir Arna.

Hún segir aukið álag aðallega stafa af því að margir eigi erfitt með að fóta sig við framandi aðstæður. „Við erum að hefja aukna sálgæsluþjónustu, en mikil þörf er á slíku,“ segir Arna. Hún segir að hugsunarháttur margra Íslendinga geti valdið óþarfa álagi þrátt fyrir að hann feli í sér bjartsýni og von. „Of oft hugsar fólk með sér að þetta reddist allt [...].“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert