„Ég ætla rétt að vona að við tökum okkur á hér í okkar þjóðfélagi gagnvart löggæslumálum. Það er óþolandi að þjófagengi komi hingað til lands og láti greipar sópa. En við erum að bjóða upp á það með því að sinna löggæslumálum af svo miklum vanefnum sem raun ber vitni, Ég veit að ef lögreglan hefði tök á því þá mundi hún geta gert meira til að leita þeirra gripa sem stolið var af mínu heimili,“ segir Klara Stephensen en í sumar var brotist inn á heimili hennar og ómetanlegum gripum stolið.
Segir Klara aðkomuna hafa verið ömurlega. „Ég óska engum þess að lenda í þessari reynslu. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það er önnur líðan fyrir og eftir innbrot.“