Umferðarslys á Hringbraut

Miklabraut er lokuð í vestur vegna umferðarslyss.
Miklabraut er lokuð í vestur vegna umferðarslyss. mbl.is/Jakob

Tölu­verðar taf­ir eru á Miklu­braut og Hring­braut vegna um­ferðarslyss sem varð þar á átt­unda tím­an­um í kvöld. Litl­ar upp­lýs­ing­ar er enn að fá frá lög­reglu aðrar en að um bif­hjól er að ræða. Einn maður var flutt­ur á slysa­deild en ekki er vitað um al­var­leika meiðsla hans.

Að sögn sjón­ar­votts virðist sem ökumaður bif­hjóls­ins hafi misst stjórn á hjóli sínu og hafnað á ljósastaur. Lög­regla hef­ur ekki getað staðfest það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka