Um fjörutíu lömb og ær drukknuðu í Þverá í Aðaldal síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var verið að reka féð yfir ána þar sem ekki voru tiltækar plötur sem lagðar eru yfir ristarhlið. Nokkrum kindum tókst að bjarga lifandi. Féð átti að reka í Hraunsrétt.