Hlaut formlega vottun

Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum.
Frá æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Gufuskálum. Ljósmynd/Landsbjörg

Íslenska alþjóðasveit­in hlaut afar góða um­sögn frá full­trú­um INS­ARAG, sem eru sam­tök alþjóðlegra rúst­a­björg­un­ar­sveita og starfa und­ir hatti Sam­einuðu þjóðanna, og form­lega vott­un sem full­gild alþjóðleg rúst­a­björg­un­ar­sveit. Sveit­in æfði und­an­farna daga á Gufu­skál­um á Snæ­fellsnesi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­björgu seg­ir í um­sögn­inni að ís­lenska sveit­in hafi sýnt mikla fag­mennsku í öll­um verk­um sem leiddi til góðrar frammistöðu. Einnig hafi verið tekið eft­ir afar öguðum vinnu­brögðum og góðum anda inn­an henn­ar.

Í sveit­inni eru björg­un­ar­menn sem hafa sér­hæft sig í rúst­a­björg­un, lækn­ar, bráðatækn­ar, sér­fræðing­ar í eit­ur­efn­um, fyrstu­hjálp­ar- og fjar­skipta­menn. Búnaður sveit­ar­inn­ar veg­ur allt að 14 tonn­um en um­fang hans fer eft­ir þeim verk­efn­um sem sveit­in er að fara í hverju sinni.

Þær ein­ing­ar sem standa að sveit­inni í dag eru Björg­un­ar­sveit­in Ársæll, Hjálp­ar­sveit skáta Kópa­vogi, Hjálp­ar­sveit skáta í Reykja­vík, Björg­un­ar­sveit Hafn­ar­fjarðar og Björg­un­ar­sveit­in Suður­nes. Einnig koma að henni Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins og Land­spít­al­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert