Fréttaskýring: Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási

Garðyrkju­deild borg­ar­inn­ar hef­ur á und­an­förn­um árum ráðist gegn út­breiðslu lúpínu á tveim­ur stöðum í borg­ar­land­inu. Ann­ars veg­ar við Rauðhóla og hins veg­ar efst í Laug­ar­ásn­um. Á þess­um stöðum hef­ur lúpín­an þó ekk­ert gefið eft­ir og jafn­h­arðan hef­ur sótt í sama farið. Skóg­ar­kerf­ill hef­ur gjarn­an farið í kjöl­far lúpín­unn­ar og er hann sér­stak­lega áber­andi í Esju­hlíðum en einnig í hluta Vatns­mýr­ar­inn­ar og víðar.

»Í Rauðhól­un­um var gert átak gegn lúpín­unni og plant­an hrein­lega fjar­lægð,« seg­ir Þórólf­ur Jóns­son, garðyrkju­stjóri borg­ar­inn­ar. »Það er kom­inn tími til að fara að nýju í slíkt átak. Lúpín­an er ekki enn þá far­in að sækja mikið inn í sjálfa hól­ana og því er enn mögu­leiki á að koma í veg fyr­ir að hún taki þá yfir.

Efst í Laug­ar­ásn­um er friðað nátt­úru­vætti, þar eru merki um hæstu sjáv­ar­stöðu í borg­inni. Meðal ann­ars vegna þess höf­um við reglu­lega slegið lúpín­una í Laug­ar­ásn­um, en hún hef­ur ekk­ert látið und­an síga við þess­ar aðgerðir. Hins veg­ar verður þró­un­in sú að lúpín­an mun gefa eft­ir fyr­ir öðrum gróðri og birkið er þegar farið að sá sér þarna,« seg­ir Þórólf­ur garðyrkju­stjóri.

Haft var eft­ir Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur, grasa­fræðingi og pró­fess­or við HÍ, í Morg­un­blaðinu í vor að alaskal­úpín­an væri tví­mæla­laust sú jurt sem líf­ríki Íslands stafaði mest ógn af. Hún sagði lúpín­una besta dæmið um fram­andi plöntu sem breiðst hefði út í ís­lensku líf­ríki. Þar kom fram að sums staðar þar sem hún er búin að vera í 30-40 ár eru eng­in merki um að hún sé að hörfa.

Aðspurður hver þró­un­in verði með skóg­ar­kerf­il seg­ir Þórólf­ur, að ekki séu ýkja mörg ár síðan hann fór að ryðja sér til rúms hér­lend­is. Því vanti fleiri ár til að hægt sé að átta sig á heild­ar­mynd­inni, en lúpína á höfuðborg­ar­svæðinu virðist fara að hörfa eft­ir 15-20 ár. Ljóst sé að kerf­ill sæki í svæði þar sem gott nær­ing­ar­ástand sé í jarðvegi, t.d. göm­ul tún sem áburður hafi áður verið bor­inn á og í svæði sem lúpín­an hafi verið á.

»Okk­ur vant­ar ein­fald­lega upp­lýs­ing­ar um hvort kerf­ill­inn verður svona aðgangs­h­arður á þess­um svæðum í 10, 20 eða jafn­vel 30 ár,« seg­ir Þórólf­ur. »Kerf­ill­inn kem­ur hingað til lands frá Skandi­nav­íu og þar er hann ekki tal­inn ágeng planta, en í Am­er­íku er kerf­ill­inn flokkaður með ill­gresi.«

Mik­il út­breiðsla í brekk­um

Þórólf­ur seg­ir að hlýrra lofts­lag eigi þátt í út­breiðslu lúpínu og kerf­ils, en fleira spili þar inn í, til dæm­is breytt­ir bú­skap­ar­hætt­ir. Lúpína var áber­andi í sum­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og brekk­ur og hlíðar báru víða fjólu­blá­an ein­kenn­islit lúpínu.

Útbreiðslu­hraði lúpínu á flat­lendi er oft einn til tveir metr­ar á ári þar sem vaxt­ar­skil­yrði eru. Í brekk­um get­ur út­breiðslu­hraðinn hins veg­ar verið helm­ingi meiri og í skorn­ing­um farið yfir tíu metra á ári. Talið er að út­breiðsla lúpínu muni aukast á Hólms­heiði og víðar aust­ur af borg­inni á kom­andi árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert