Olían lekur úr Hamilton

Olíubrák á Faxaflóa.
Olíubrák á Faxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Á bilinu hundrað til sexhundruð þúsund lítrar af olíu eru taldir vera í flaki bandaríska strandgæsluskipsins Alexanders Hamilton, sem nýverið fannst á botni Faxaflóa. Hamilton var sökkt þar af þýskum kafbáti árið 1942 og var að sögn Georgs Lárussonar, forstjóra LHG, fyrsta bandaríska herskipið sem öxulveldin sökktu eftir árásina á Pearl Harbor, 7. desember 1941.

Í jómfrúrferð nýrrar eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, þann 1. júlí, fannst olíubrák á afmörkuðu svæði á Faxaflóa. Skömmu síðar fór sjómælingabáturinn Baldur og kannaði botninn á svæðinu, en þar kom í ljós að skipsflak er á botninum. Við nánari skoðun og myndatöku, og eftir að hafa skoðað teikningar af Hamilton og myndir frá byggingu þess, telja menn sig nú fullvissa um að það sé skipið sem um ræðir. Miðað við siglingaleið skipsins þegar því var grandað er talið að magn olíu í flakinu sé sem fyrr segir. Búnaður til að dæla úr skipinu, sem liggur nánast á hvolfi á 100 metra dýpi, er líklega ekki til á Íslandi og þyrfti því að flytja hann inn til að stöðva lekann alfarið.

Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir stofnunina fylgjast grannt með þróun mála en óvíst sé hvort gripið verði til kostnaðarsamra aðgerða, þar sem lekinn og mengunin eru mjög takmörkuð. onundur@mbl.is

Alexander Hamilton.
Alexander Hamilton.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert