Olían lekur úr Hamilton

Olíubrák á Faxaflóa.
Olíubrák á Faxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Á bil­inu hundrað til sex­hundruð þúsund lítr­ar af olíu eru tald­ir vera í flaki banda­ríska strand­gæslu­skips­ins Al­ex­and­ers Hamilt­on, sem ný­verið fannst á botni Faxa­flóa. Hamilt­on var sökkt þar af þýsk­um kaf­báti árið 1942 og var að sögn Georgs Lárus­son­ar, for­stjóra LHG, fyrsta banda­ríska her­skipið sem öxul­veld­in sökktu eft­ir árás­ina á Pe­arl Har­bor, 7. des­em­ber 1941.

Í jóm­frúr­ferð nýrr­ar eft­ir­lits­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þann 1. júlí, fannst olíu­brák á af­mörkuðu svæði á Faxa­flóa. Skömmu síðar fór sjó­mæl­inga­bát­ur­inn Bald­ur og kannaði botn­inn á svæðinu, en þar kom í ljós að skips­flak er á botn­in­um. Við nán­ari skoðun og mynda­töku, og eft­ir að hafa skoðað teikn­ing­ar af Hamilt­on og mynd­ir frá bygg­ingu þess, telja menn sig nú full­vissa um að það sé skipið sem um ræðir. Miðað við sigl­inga­leið skips­ins þegar því var grandað er talið að magn olíu í flak­inu sé sem fyrr seg­ir. Búnaður til að dæla úr skip­inu, sem ligg­ur nán­ast á hvolfi á 100 metra dýpi, er lík­lega ekki til á Íslandi og þyrfti því að flytja hann inn til að stöðva lek­ann al­farið.

Kristján Geirs­son, deild­ar­stjóri hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir stofn­un­ina fylgj­ast grannt með þróun mála en óvíst sé hvort gripið verði til kostnaðarsamra aðgerða, þar sem lek­inn og meng­un­in eru mjög tak­mörkuð. onund­ur@mbl.is

Alexander Hamilton.
Al­ex­and­er Hamilt­on.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert