Vill fund um Landsbanka

Guðlaugur Þór Þórðarson vill fá upplýsingar um gjaldþrot Landsbankans í …
Guðlaugur Þór Þórðarson vill fá upplýsingar um gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg. Ómar Óskarsson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur óskað eft­ir fundi í viðskipta­nefnd Alþingi. Til­efnið er frétt­ir um meint mis­tök við gjaldþrot Lands­bank­ans í Lúx­em­borg.

 Fram kom í frétt­um rík­is­út­varps­ins í kvöld að hætta væri á að tjónið vegna meintra mistaka yrði allt að 700 millj­ón­ir evra, yfir 100 millj­arðar króna. ,,Það er nauðsyn­legt að fá all­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig eigi að vernda þá hags­muni sem þarna eru und­ir," seg­ir Guðlaug­ur Þór. Hann vill einnig að nefnd­in fái upp­lýs­ing­ar um samn­inga vegna upp­gjörs Íslands­banka og Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert